bryndísar&kristjánsbörn
bryndís stefáns
gunnar hjálmars
elín smára
árný gísla
sigrún bjarna
hálfdán hálfdáns
eiríkur hrafns
karl hallgríms
örn guðmunds
birna guðmunds
kristinn hermanns
steingrímur guðmunds
páll páls
smári karls
grímur atla
vidófjölskyldan
bókabúðin mín
hljómsveitin reykjavík!

Bloggið er dautt og internetið líka. Ég las það á netinu, á einhverri bloggsíðunni!


 
Archives
<< current

 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.Ég er Kriss og ég er Rokk.
 
10 apríl 2007  
Reykjavík! does America (Part II).

Þegar við skyldum við hljómsveitina Reykjavík! var hún stödd á flughóteli við La Guardia flugvöllinn í New York. Þar áttum við góðar stundir og hlógum að byrjunarörðugleikum okkar fyrr um daginn. Morguninn eftir drifum við okkur út á völl og í langa röð að afgreiðsluborðinu, þegar röðin kom loks að okkur hófum við að merkja farangurinn okkar og hljóðfæri en þá tjáir maðurinn í afgreiðslunni okkur það að miðarnir sem við réttum honum væru alls ekki gildir. Við vorum mjög hissa, hvernig gat það staðist. Eftir þriggja tíma strögl daginn áður?! Við vorum beðnir vinsamlegast um að víkja úr röðinni og þá var það eina að hlaupa aftur á flugfélagið sem lét okkur þessa miða í hendur og heimta far og það strax! Það gekk sem betur fer á endanum. Það eina sem var í boði var að fljúga til Minneapolis og þaðan til Texas. Það er ekki alveg í leiðinni, það er svipað því að fljúga frá Egilsstöðum til Reykjavíkur en millilenda á Ísafirði.


Það sem gerði okkur þessar flugferðir bærilegri (fyrir utan æðruleysisbænina) voru ferða DVD-spilarar sem við leigðum á La Guardia. Algjör snilld. Og eftir að hafa horft á the Illusionist og Borat vorum við komnir eldhressir til Austin rétt fyrir kvöldmat á miðvikudeginum, þó sólarhring síðar en ætlunin var. Árið áður höfðu Jakobínarína ásamt 12 tónum gist í heimahúsi og við gerðum slíkt hið sama og gistum hjá sama fólki, á heimili hjónanna Mark og Bianca. Þau eiga tvo krakka, stúlkuna Ava og drenginn Beck (sem er að sjálfsögðu kallaður Bubba), frábær fjölskylda. Heimilisfaðirinn Mark var ekki heima til að taka á móti okkur en kom fljótlega heim. Það fyrsta sem hann sagði við okkur var "Hey, man. How y´all doin? Wanna grab some beer?" (Sælir, hvernig hafið þið það? Má bjóða ykkur öl?) Mark var mjög spenntur yfir komu okkar og vildi ólmur sýna okkur bæinn. Á fjórða bjór leiddi Mark okkur út í jeppann sinn og ók niður í bæ. Við fórum á veitingastað og borðuðum kjúklingavængi og drukkum bjór, fórum svo og fengum okkur meiri bjór. Við strákarnir vorum komnir með festivalböndin um úlnliðinn og gátum því farið út um allt, honum Mark fannst það allt í besta að bíða bara á bar í nágrenninu og fá sér kannski einn bjór ...eða tvo. Þegar vel var liðið á kvöld og við löngu hættir að telja bjórana hjá Mark fannst okkur skynsamlegt að fara heim, Mark var líka farinn að gubba á blómaskreytingar úti á götu. Sú ákvörðun var tekin að fara heim á jeppanum hans Mark og Haukur keyrði (þar sem hann var ekki drukkinn). Við hjálpuðum Mark í framsætið þar sem við vonuðumst til að hann gæti leiðsagt okkur heim en þær voru misgóðar leiðbeiningar frá honum þar sem hann var allt að því rænulaus.


Það var svo hinn árrisuli Bóas sem var fyrstur fram í eldhús um hádegisbil og mætti þar Mark. "Hey, how are y´all doin, wanna grab some beer?" (Sælir, hvernig hafið þér það? Má bjóða yður öl?). Ekki lái ég honum Bóasi það að líða eins og Bill Murray í Groundhog day (n.b. sú mynd hefur verið flugvélamyndin í 3/4 ferðum okkar) og halda að við værum aftur á leiðinni með Mark niður í bæ en sem betur fer var það ekki svo. Við skriðum allir framúr um og yfir hádegi og fengum kaffi og möffins í morgunmat ("sumir" drukku bara bjór). Mark keyrði okkur svo á tónleikastaðinn en við áttum gigg kl.16.00 síðdegis. Ekki hef ég hugmynd um hvers vegna og hvernig svona gigg rata til okkar en við vorum að fara að spila á hommastaðnum Chain drive þar sem hátíðin "Rainbow by rainbow west" fór fram. Hvað sem öðru líður þá var þetta hin besta skemmtan og okkur geysivel tekið. Með okkur spiluðu m.a. the Gay blades og Goes cube. Eftir það var farið á veitingastaðinn Iron works, sem er eðal steikhús og sameinuðust okkur þar Árni okkar (sem var nýkominn til Texas en hann fékk ekki miða í okkar vél og kom því síðar og fór fyrr frá Texas) og Eldar og Egill Airwaves-synir. Stefnan var svo tekin á rokkveisluna sem þessi hátíð er og við sáum eftirfarandi um kvöldið:


Oxford collapse, nördalegt band frá Brooklyn en óþægilega kúl.

Annuals, er amerískt band með tvo trommara, allskonar músík og læti. Söngvarinn spilaði voða mikið á pákur líka. Gott stöff.

Sage francais, er feitur rappari sem var einu sinni mjór. Hann er samt voða kúl, enda kúl að vera feitur. Böstaði m.a. feita rímu oní NIN lagi Pig.

Mammút, krakkarnir stóðu sig vel. Þekki það band voða lítið...en mér finnst það ekki skemmtilegt.

Lords, spiluðu geðveikt pönkaðan metal. Geðveikur trommari. Voru svo hressir að Valdi keypti sér Lords bol og hefur ekki farið úr honum síðan. En það er nú önnur saga.

Bob Mould, langaði mig voða mikið að sjá en var rekinn útaf staðnum. Var ekki með passa. Mould var í Hüsker Dü og Sugar meðal annars.

Patrick Watson, áttu annars kvöldið með frábærum konsert. Frábært live band og vildu þeir alls ekki hætta að spila. Það þurfti að taka þá úr sambandi. Það voru fagnaðarfundir að hitta þessa stráka en okkur er einkar vel til vina eftir Frakklandsferðina í janúar.

Hundþreyttir eftir langan dag, alla Red Bull drykkina og marga skemmtilega tónleika héldum við heim og fengum góðan nætursvefn fyrir næsta dag. Þá framundan var aðalgiggið okkar á hátíðinni ásamt mörgu óvæntu, m.a. fáklæddum gengilbeinum á steikhúsi og einu af uppáhaldshljómsveitum mínum sem birtist allt í einu á næsta götuhorni. (síðasti hluti innan skamms)

9:57 e.h. Ekki vera feiminn

 
This page is powered by Blogger.