bryndísar&kristjánsbörn
bryndís stefáns
gunnar hjálmars
elín smára
árný gísla
sigrún bjarna
hálfdán hálfdáns
eiríkur hrafns
karl hallgríms
örn guðmunds
birna guðmunds
kristinn hermanns
steingrímur guðmunds
páll páls
smári karls
grímur atla
vidófjölskyldan
bókabúðin mín
hljómsveitin reykjavík!

Bloggið er dautt og internetið líka. Ég las það á netinu, á einhverri bloggsíðunni!


 
Archives
<< current

 
This is where you stick random tidbits of information about yourself.Ég er Kriss og ég er Rokk.
 
24 apríl 2007  
Reykjavík! does America (part III)
Eftir frábæran fimmtudag á South by southwest hátíðinni var nú runninn upp föstudagur. Framundan voru tónleikar okkar á hátíðinni. Þeir voru á stað sem kallaðist Uncle Flirty´s loft. Öll kofaskrífli í Austin eru notaðir undir tónleika á þessari hátíð og ekki víst að þessir barir heiti sömu nöfnum tvö ár í röð. Við vorum mjög spenntir fyrir kvöldinu og staðráðnir í að gefa allt í þetta. Þó var nú ekki mikill hugur í okkur snemma þennan morgun. Okkur þótti það fín hugmynd að fá okkur hressandi drykki á barnum kvöldið áður, nefnilega Vodka í Red Bull og við fengum okkur frekar marga. Ég er ekki frá því að að þessi orkudrykkja hafi valdið einhverjum líkamstruflunum, mér leið frekar illa þennan morgun þegar ég labbaði niður í bæ með Bóasi og Árna. Ég man eftir að hafa stoppað á gönguljósi en nokkrum sekúndum seinna kom restin af mér labbandi. Valdi, Haukur og Gummi fóru hinsvegar með Mark í hádegismat. Mark vildi ólmur draga okkur alla á steikhús í hádeginu, svo spenntur var hann að hann hafði fengið barnapíu. Mér fannst tilhugsunin við steikur ekki góð þennan morgun og ekki bætti það úr skák þegar Mark sagði að á staðnum væri gengilbeinurnar allar berar að ofan. Barbeque og ber brjóst. Það er bara sumt sem maður gerir ekki fyrr en seinni hluta dags. (við ákváðum að snúa úr villu til betri vegar)Um miðbik dags vorum við allir að hressast og við drukkum bjór í sólinni. Við hittum vini okkar í Patrick Watson á bar þar sem hægt var að sitja út í garði. Á sviðinu inni voru tónleikar á fullu og m.a. sáum við þar Mika sem var mjög eftirsóttur. Hann hljóp af sviðinu eftir prógrammið sitt og ældi í ruslatunnu. Eftir honum komu the Fratellis, fólk var voða hresst með þá. Þegar líða tók á daginn var planið hjá okkur að sjá Thurston Moore og borða svo eitthvað gott. Svo væri hreinlega kominn tími á að undibúa okkur fyrir tónleikana. Röðin á Thurston var óbærileg svo að við fórum í burtu en skildum Valda eftir með "framfyriríröð" passann okkar. Valdi komst að lokum inn og skemmti sér dável. Saman fórum við svo á Sushi stað sem hét Silhouette og ég er ekki frá því að þar hafi ég smakkað eitt það besta sushi hingað til. Borið fram á stóru skipi með glæsilegu úrvali af fiski. Stókostleg máltíð og passleg í magann fyrir komandi átök. Við vorum komnir á tónleikastaðinn þegar við uppgötvuðum það að á næsta horni var hljómsveitin Sloan frá Halifax að fara að spila. Ég átti síst von á því að sjá Sloan nokkurn tíma. Einu sinni hef ég haft samband við þá beint og spurt um áhuga þeirra að koma til Íslands, og aftur reyndi ég að plata Kidda í Hljómalind til að flytja þá inn. En allt í einu eru þeir á næsta horni að skemmta í Austin Texas 2007. Aldrei hefði ég getað trúað þessu. Þeir voru annars frábærir, við Haukur sáum þá í fínu stuði taka gömul lög og ný. Tónleikarnir okkar höfðu seinkað og við gátum þess vegna séð allt prógrammið þeirra en við hlupum hinsvegar strax eftir það og við vorum þá næstir á svið. Okkur gekk mjög vel og við fengum frábæran sal. Frábær stemning. Títtnefndir Patrick Watson voru á staðnum í fantastuði og stigu á stokk með okkur undir lokin og sungu Ég á bát, ég á árar hinn ljúfa Benna Hemmhemm smell. Eftir frábæra tónleika fórum við heim til Mark og Bianca í partí ásamt þeim PW mönnum. Þar var skrafað, sungið og drukkið fram á nótt. (Herra Watson lenti í umferðaróhappi í garðinum á bílnum hans Bubba)


Daginn eftir var komið að næstu flugferð, ætlunin var að fljúga til Washington og þaðan beint til New York. Það kom okkur einhverra hluta vegna ekkert á óvart að fluginu hafði verið seinkað frá Texas. Eftir að hafa kvatt fjölskylduna og þakkað fyrir okkur keyrði Mark okkur út á flugvöll, örugglega á fimmta bjór. Við fórum klukkustund eftir áætlun í loftið frá Austin og lentum í Washington kortéri eftir að tengiflugið okkar fór til New York.Við höfðum rétt misst af fluginu. Það var mjög frústrerandi. Klukkan var orðin tíu um kvöld og öllu flugi lokið þennan dag. Við þurftum því að gjöra svo vel og bíða í mjög langri röð eftir einhverjum upplýsingum um framhaldið þar sem einn fúll karl var í afgreiðslunni. Öllum veitingastöðum hafði líka verið lokað og framundan var 3 tíma vera á flugvellinum. Þetta reyndi mjög á okkur á heitum og loftlausum flugvellinum en loks kom röðin að okkur og þá hafði verið bætt í þjónustuna, í staðinn fyrir einn hundfúlan kall fengum við þrjá vitleysinga. Kona á miðjum aldri afgreiddi okkur með miða eldsnemma næsta morgun, fullvissaði okkur um að farangurinn færi í þessa vél, og í bætur fyrir óþægindin bauð hún okkur hótelherbergi þessa nótt, kvöldmat og morgunmat. Vandamálið var nú samt að kvöldmatartíminn var löngu liðinn og flugið okkar var áður en morgunmaturinn var borinn á borð. Konan var hin stressaðasta, tók okkur fyrir einn í einu og hóf að kalla á Mr. Krist Janfrey. Enginn okkar svaraði því kalli og var hún því mjög pirruð. Eftir að hafa velt vöngum kom það í ljós að á miðanum mínum stóð Halldórsson/Mr.KristjanFrey. Þar með var ég orðinn Mr. Krist Janfrey. Á endanum fór það nú þannig að loks þegar við komumst á hótelið var ekkert herbergi laust. Það kom okkur ekkert á óvart og við "sváfum" í klukkustund í ísköldu lobbýinu á Hilton Hotel í Washington. (við erum mjög góðir vinir og þessi mynd er "í anda herbergisins")


Snemma sunnudagsmorgun lentum við loks heilir í New York. Við vorum voða fegnir og dauðþreyttir. Að sjálfsögðu var það nú þannig að töskurnar okkar og hljóðfærin rötuðu ekki með sömu vél. Þá tók við þessi líka fína röð og útfylling rosa skemmtilegra eyðublaða. Nú voru góð ráð dýr. Um kvöldið áttum við að spila aftur á Pianos og sömuleiðis áttu Gummi og Haukur að spila með Ben Frost á Tonic bar skammt undan Pianos. Haukur og Julia gengu í töskumálið og rétt fyrir kvöldmat fengu þau töskurnar í hendur. Við gátum því spilað á annars fámennum tónleikum en ágætum samt. Á undan okkur spilaði Jesse Malin, sem er víst eitthvað nafn í bransanum en það var leynigigg. Tónleikar Bens voru mjög fínir og vel sóttir. Rétt áður en við fórum á svið fór ég út að fá mér frískt loft og hóf að rabba við mjög viðkunnuglegan mann sem taldi mig vera þýskan. Hann spurði hvort ég vissi hvað væri að gerast á barnum og ég sagði að ég væri að fara að spila. Hann sagðist kannast við hljómsveitina Reykjavík! Ég taldi hann rugla saman borginni en hann vildi ekki meina það, hann hafði lesið um okkur í blaði. Hann sagðist vera nýkominn frá Berlín þar sem hann væri einmitt líka í hljómsveit, ,, ..ég veit ekki
hvort þú hefur heyrt um hana, þetta er popphljómsveit sem heitir Maroon 5". (Þetta er Maroon 5 og vinalegi gaurinn er lengst til hægri)


Mánudagurinn fór í að bjarga innkaupalistunum frá konunum; farið í HM, Uniglo, Urban outfitters og sitthvað fleira. Voðalega gaman í New York og í draumalandinu USA...en við vorum dauðuppgefnir þegar við stigum uppí vélina þetta kvöld og hálffegnir að vera á leiðinni heim. Ekki bjuggumst við við neinum uppákomum á Leifsstöð en auðvitað vorum við stoppaðir í tollinum og teknir fyrir. Valdimar var einna lengst í skoðun og endaði með því að tölvan hans var tekin. Tölva sem var 5 ára gömul. Sem betur fer létu þau sporana vera. (þetta er mánudagur á Manhattan)

9:59 e.h. Ekki vera feiminn

 
This page is powered by Blogger.