This is where you stick random tidbits of information about yourself.
Ég er Kriss og ég er Rokk.
14 apríl 2007 Steingerður Aldís
Á páskadag var dóttir Bryndísar systur minnar og Vals unnusta hennar skírð í Hnífsdalskapellu. Hún hlaut nafnið Steingerður Aldís og eru það nöfn ammana tveggja. Ég fékk svo þann heiður að vera skírnarvottur eða guðfaðir Steingerðar og las yfir henni og kirkjugestum texta úr biblíunni. Hún mamma hafði áhyggjur af því að litla hnátan gæti varla borið svona stórt nafn en mömmu hefur nú tekist það farsællega frá sínum fyrstu dögum. Steingerður litla fer hinsvegar ört stækkandi og ég er klár á því að eitthvað mikið verður úr henni í komandi framtíð.